„Þetta er alvarleg staða og dapurlegt að sjá“

Ásdís Kristjánsdóttir segir útgöngu kennara alvarlega.
Ásdís Kristjánsdóttir segir útgöngu kennara alvarlega. Samsett mynd

„Þetta er alvarleg staða og dapurlegt að sjá,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi vegna fregna af því að kennarar hafi yfirgefið starfsstöðvar sínar í minnst tveimur skólum í bæjarfélaginu í dag.

Skólarnir eru Hörðuvallaskóli og Álfhólsskóli. Yfirgáfu kennarar starfsstöðvar sínar svo til um leið og ljóst var að Samband íslenskra sveitarfélaga hafði ákveðið að hafna innanhústillögu ríkissáttasemjara.

Skólaskylda er í landinu og eru þessar aðgerðir kennara fyrir utan boðuð verkföll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka