„Vonbrigði“ segir Ástráður: Hittir deiluaðila í dag

Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari hyggst ræða við forsvarsmenn kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga strax í dag en eins og fram hefur komið hafnaði SÍS innanhússtillögu Ástráðs í kjaradeilu kennara fyrr í dag.

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarsambands Íslands, staðfesti það við mbl.is.

Að sögn Ástráðar mun hann ræða við deiluaðila, hvorn í sínu lagi.

Uppsagnarákvæðið stendur í SÍS 

„Auðvitað eru þetta alltaf vonbrigði þegar maður gerir svona tillögu og hún er ekki samþykkt. En ég sé líka jákvæða þætti í þessu. Við erum búin að fara í gegnum mjög mikil samtöl og vinnu. Það hefur mótast sammæli í öllum meginatriðum á þeirri grind og þeirri vegferð sem við þurfum að fara til að geta leyst þessa kjaradeilu,“ segir Ástráður.

Hann segir að það sem standi út af sé hærri fjárhæð innborgun á virðismat en það sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar.

„En aðallega stendur út af sú staðreynd að hafa það fræðilega mögulegt að ljúka þessari vegferð áður en samningstíminn yrði fullnaður. Sveitarfélögin töldu það óásættanlegt,“ segir Ástráður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka