Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, hafnar því alfarið að Sjálfstæðisflokknum beri að endurgreiða nokkuð af þeim styrkjum sem flokkurinn hefur fengið á undanförnum árum.
Guðrún Hafsteinsdóttir, sem er formannsframbjóðandi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um aðra helgi, lét það sjónarmið í ljós í viðtali í Spursmálum sem sýnd voru í gær. Hún telur rétt að endurgreiða styrki fyrir árið 2022, en þeir námu rúmum 160 milljónum króna.
„Við erum búin að fara vel yfir málið, við gerðum ekkert rangt, gerðum þvert á móti allt rétt og á tilsettum tíma. Svo ég átta mig ekki á því á hvaða forsendum henni finnst að við eigum að gera þetta einhvern veginn öðru vísi,“ segir Vilhjálmur.
Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.