Guðrún: „Við þurfum að endurheimta traust“

Í tilkynningunni kemur fram að Guðrún sé hrærð yfir mætingunni.
Í tilkynningunni kemur fram að Guðrún sé hrærð yfir mætingunni. Ljósmynd/mbl.is

Um þrjú hundruð manns sóttu vöfflukaffi Guðrúnar Hafsteinsdóttur, frambjóðanda til formanns Sjálfstæðisflokksins, í Reykjavík í dag. Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að endurheimta traust landsmanna. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá framboði Guðrúnar. 

„Við þurfum að endurheimta traust og koma á virkara talsambandi á milli okkar í framlínu stjórnmálanna og hins almenna kjósenda á ný. Þannig stækkum við Sjálfstæðisflokkinn á nýjan leik og því betur sem Sjálfstæðisflokknum vegnar, því betur vegnar þjóðinni,“ er haft eftir Guðrúnu. 

Elliði Vignisson hélt ræðu til stuðnings Guðrúnar.
Elliði Vignisson hélt ræðu til stuðnings Guðrúnar. Ljósmynd/Aðsend

Um 2.000 landsfundarfulltrúar

Fram kemur að Elliði Vignisson, bæjarstjóri Í Ölfusi, og Vigdís Häsler, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, hafi ávarpað fundinn til stuðnings Guðrúnar.

Vöfflukaffið fór fram í Þróttaraheimilinu.
Vöfflukaffið fór fram í Þróttaraheimilinu. Ljósmynd/mbl.is

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram næstu helgi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur einnig gefið kost á sér í embætti formanns. Sjálf hélt hún viðburð á Vinnustofu Kjarvals í gærkvöldi sem á annað hundrað manns sóttu. 

Báðir frambjóðendur eru á ferð og flugi en um 2.000 sjálfstæðismenn eru með landsfundarsæti. 

Vöfflukaffi klikkar seint.
Vöfflukaffi klikkar seint. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert