Handtóku eftirlýstan mann

Lögreglan var ekki á vettvangi vegna mannsins, heldur vegna þess …
Lögreglan var ekki á vettvangi vegna mannsins, heldur vegna þess að annar aðili hafði á undan stolið vörum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handsamaði fyrr í dag erlendan mann sem var eftirlýstur. Maðurinn fannst þar sem hann var að hnupla vörum í verslun sem lögreglumenn voru staddir í.

Lögreglunni var tilkynnt um hnupl í matvöruverslun fyrr í dag og mætti á vettvang. Það mál var afgreitt en á sama tíma og lögreglan var enn á vettvangi tilkynnti starfsmaður um annan mann sem væri að stinga vörum inn á sig. 

„Lögregla ræddi við aðilann sem tók vörurnar úr klæðnaði síðan og greiddi síðan fyrir vörurnar. Aðilinn, af erlendu bergi brotinn, gat ekki gert grein fyrir hver hann væri og var hann því handtekinn og færður á lögreglustöð,“ segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Komust að því hver hann væri á lögreglustöð

Á lögreglustöðunni komst lögreglan að því hver maðurinn væri og þá kom í ljós að hann reyndist eftirlýstur.

„Eftirlýsing hans þá afgreidd á lögreglustöðinni,“ segir í dagbók lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert