Helga um kosninguna: „Ég kaus mig ekki“

Í fyrstu atkvæðagreiðslu fékk Helga Þórðardóttir eitt atkvæði í embættið.
Í fyrstu atkvæðagreiðslu fékk Helga Þórðardóttir eitt atkvæði í embættið. Samsett mynd

Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, kveðst ekki hafa kosið sig sjálfa í atkvæðagreiðslu um forseta borgarstjórnar á borgarstjórnarfundi í gær. 

Athygli vakti í gær þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, náði ekki kjöri til for­seta borg­ar­stjórn­ar í fyrstu at­kvæðagreiðslu á fundi borg­ar­stjórn­ar í gær. 

Sanna þurfti 12 atkvæði til að hljóta kjör en ljóst er að einn borgarfulltrúi úr meirihlutanum kaus Helgu Þórðardóttur, en ekki Sönnu. Sanna hlaut því aðeins 11 atkvæði.

„Ég kaus mig ekki, langt því frá. Ég sat meira að segja við hliðina á Sönnu og sagði bara: „gaman að kjósa þig.“ Einhver hefur ruglast,“ segir Helga í samtali við mbl.is og hlær. 

Leynileg atkvæðagreiðsla

Hún telur að einhver í meirihlutanum hafi einfaldlega gert mistök sem hafi þó ekki sakað þar sem það var kosið aftur og þá hlaut Sanna 12 atkvæði. 

Sam­kvæmt samþykkt­um borg­ar­stjórn­ar á í til­fell­um sem þess­um að kjósa aft­ur þar til að meiri­hluti næst fyr­ir for­seta borg­ar­stjórn­ar. Það var gert og þá hlaut Sanna 12 at­kvæði og var kjör­in for­seti borg­ar­stjórn­ar.

Ekki er ljóst hver kaus Helgu þar sem atkvæðagreiðslan var leynileg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert