Landsfundur Flokks fólksins er hafinn

Landsfundur Flokks fólksins hófst í morgun.
Landsfundur Flokks fólksins hófst í morgun. mbl.is/Ólafur Árdal

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, setti landsfund flokksins formlega klukkan 10 í morgun á Grand hótel í Reykjavík.

Fundurinn er lokaður fjölmiðlum en þó verður þeim leyft að fylgjast með landsfundarræðu Ingu klukkan 14.

Landsfundur flokksins hefur ekki verið haldinn frá árinu 2019 en til stóð að halda fund í nóvember á síðasta ári en var honum frestað vegna alþingiskosninganna.

Inga hefur sagt lands­fund­ar­leysi flokks­ins vera ástæðuna fyr­ir því að flokk­ur­inn hafi ekki verið skráður sem slík­ur.

Skráningarbreyting skilyrði fyrir opinberum styrkjum

Stjórn Flokks fólks­ins sendi skatt­stjóra til­kynn­ingu í janú­ar á síðasta ári um breyt­ingu á skrán­ingu flokks­ins úr al­menn­um fé­laga­sam­tök­um í stjórn­mála­sam­tök. Það er laga­skil­yrði fyr­ir því að greiða megi stjórn­mála­flokk­um op­in­bera styrki.

Þann 19. fe­brú­ar 2024 gerði Skatt­ur­inn tvær at­huga­semd­ir við til­kynn­ing­una ásamt því að þeim fylgdi ábend­ing um frek­ari leiðbein­ing­ar í sam­bandi við stjórn­mála­sam­tök og skrán­ingu þeirra.

Bald­vin Örn Ólason, verk­efna- og tækn­i­stjóri Flokks fólks­ins, svaraði 5. mars 2024 og sagði flokk­inn ætla að bíða með skrán­ingu „þar til eft­ir aðal­fund­inn sem verður hald­inn bráðlega“.

Þrátt fyrir að standast ekki lagaskilyrði fékk flokk­ur­inn 240 millj­ón­ir króna úr rík­is­sjóði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert