Nýr meirihluti tekur við

Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, tekur við embætti borgarstjóra.
Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, tekur við embætti borgarstjóra. mbl.is/Árni Sæberg

Nýr meirihluti Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalista, Pírata og Vinstri grænna tók við stjórnartaumunum í Reykjavíkurborg í gær.

„Ég myndi segja að þetta sé félagshyggjusamstarf. Félagshyggjustjórn sem er með félagshyggjuáherslur og það er það sem ég er virkilega ánægð með,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, í samtali við Morgunblaðið.

Heiða Björg auðmjúk

Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, tekur við embætti borgarstjóra af Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknar, og Sanna Magdalena tekur við embætti forseta borgarstjórnar af Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar.

„Ég er auðvitað mjög auðmjúk gagnvart þessum heiðri og trausti sem þessar konur og félagar mínir hafa sýnt mér,“ segir Heiða í samtali við Morgunblaðið um nýja starfstitilinn.

Hún segir að helstu forgangsmál nýs meirihluta verði að bæta stöðu húsnæðis- og leikskólamála sem og að tryggja ráðdeild í rekstri borgarinnar. Í samstarfssáttmálanum er kveðið á um fjölbreytt búsetuform eins og svokölluð kjarnasamfélög, hjólhýsabyggð og smáhýsi.

Einnig segir að efnt verði til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga. Markmið hennar er að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun.

Frekari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert