Tillaga um að breyta skráningu Flokks fólksins hjá skattinum úr félagasamtökum í stjórnmálasamtök var samþykkt á landsfundi flokksins í dag. Vísir greinir frá.
Breytingin er nauðsynleg til þess að flokkurinn geti þegið styrki úr ríkissjóði ætluðum stjórnmálaflokkum.
Landsfundur flokksins hafði ekki verið haldinn frá árinu 2019 en til stóð að halda fund í nóvember á síðasta ári en var honum frestað vegna alþingiskosninganna.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, setti landsfund flokksins formlega klukkan 10 í morgun á Grand hótel í Reykjavík.