Samþykkja að skrá flokkinn sem stjórnmálasamtök

Landsfundur Flokks fólksins er haldinn í dag.
Landsfundur Flokks fólksins er haldinn í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Tillaga um að breyta skráningu Flokks fólksins hjá skattinum úr félagasamtökum í stjórnmálasamtök var samþykkt á landsfundi flokksins í dag. Vísir greinir frá.

Breytingin er nauðsynleg til þess að flokkurinn geti þegið styrki úr ríkissjóði ætluðum stjórnmálaflokkum.

Lands­fund­ur flokks­ins hafði ekki verið hald­inn frá ár­inu 2019 en til stóð að halda fund í nóv­em­ber á síðasta ári en var hon­um frestað vegna alþing­is­kosn­ing­anna.

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, setti lands­fund flokks­ins form­lega klukk­an 10 í morg­un á Grand hót­el í Reykja­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert