Stór skjálfti í Bárðarbungu

Horft yfir Bárðarbungu úr lofti.
Horft yfir Bárðarbungu úr lofti. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti varð í Bárðarbungu laust eftir klukkan níu í kvöld og var styrkleiki hans 5,1 stig eftir því sem frummat bendir til, segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, við mbl.is.

Varð skjálftinn á norðvesturbarmi öskjunnar „og það hefur fylgt honum svona dæmigerð eftirskjálftavirkni, en eins og er er þetta eini skjálftinn sem er stærri en þrír,“ segir sérfræðingurinn.

„Við fáum reglulega skjálfta af stærð fimm og fjórir komma eitthvað í Bárðarbungu, en það er greinilegt að það er samt eitthvað meiri virkni núna síðustu mánuði,“ heldur Salóme áfram.

„Síðasta árið hafa til dæmis verið tólf skjálftar yfir fjórir að stærð og þar af var stærstur 5,4 í apríl í fyrra. Þannig að þetta er kannski ekki það óalgengasta sem við fáum, en engu að síður er greinilegt að Bárðarbungan er að minna á sig,“ segir Salóme að lokum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert