Í dag má búast við slyddu eða snjókomu fram eftir degi á Norður- og Norðausturlandi ásamt vestlægum kalda eða strekkingi. Hiti í kringum frostmark.
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í morgunsárið.
Sunnan heiða verður yfirleitt hægari vindur. Hiti 2 til 7 stig. Skúrir líklegir en bjartir kaflar á milli skúra.
Á morgun gengur í austan og norðaustan 10-18 m/s. Verður þá víða rigning en slydda eða snjókoma í innsveitum og á heiðum á norðurhelmingi landsins. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.
Mun hægari vindur verður sunnan- og austanlands annað kvöld.