Í kvöld kemur í ljós hvert framlag Ísland í Eurovision verður. Sex lög keppa til úrslita en úrslitin verða með öðruvísi sniði í ár.
Kosningafyrirkomulaginu hefur verið breytt en í ár verður ekkert einvígi milli tveggja efstu laga kvöldsins heldur aðeins ein símakosning sem mun vega helming á móti atkvæðum alþjóðlegrar dómnefndar.
Höfundar þriggja laga hafa ákveðið að flytja lag sitt á ensku, tvö verða áfram flutt á íslensku og eitt á bæði íslensku og ensku. Úrslitakvöld Söngvakeppninnar verður í beinni útsendingu á Ríkisútvarpinu klukkan 19.45 í kvöld.
Lögin sem keppa til úrslita í kvöld:
Finnski Eurovision söngvarinn Käärijä, sem lenti í 2. sæti í Eurovision 2023 með lagið Cha Cha Cha, kemur fram ásamt sænsku sveitinni Hooja. Herra Hnetusmjör mun opna kvöldið og Hera Björk, sigurvegari Söngvakeppninnar í fyrra, syngur á sviðinu áður en hún afhendir verðlaunagripinn til sigurvegara kvöldsins.