Íslendingar á X, áður Twitter, virðast vera ánægðir með framlag íslands í Eurovision í ár. Sumir eru þó óánægðir með nýtt fyrirkomulag Ríkisútvarpsins við val á sigurvegara.
Eins og fram hefur komið þá vann VÆB Söngvakeppnina og fara því ungu drengirnir tveir til Basel fyrir Íslands hönd.
djöfull elska ég væb! #12stig
— Guðjón Logi (@GudjonLogi) February 22, 2025
Eins og fram hefur komið þá voru úrslitin aðeins öðruvísi í ár heldur en áður þar sem það var ekkert einvígi. Það fyrirkomulag féll misvel í kramið hjá netverjum.
Sænska aðferðin með engu einvígi í Söngvakeppninni var kynnt með þeim formerkjum að það yrði “enn meira spennandi keppni”, en svo varð alls ekki. Þetta var aldrei spennandi og alltaf ljóst að Væb myndi vinna. #12stig
— Svala Jons 🇺🇦 🇵🇸 (@svalaj) February 22, 2025
Þá hafa sumir áhyggjur af því að þingmenn muni ræða nýja fyrirkomulagið í þaula í ljósi þess hvernig sumir eru að taka í það.
fínt þetta nýja kosningafyrirkomulag en viðbrögðin hér benda til þess að málið verði rætt í átta klukkustundir á alþingi á mánudaginn #12stig
— Atli Fannar (@atlifannar) February 22, 2025
Shoutout og hrós kvöldsins fá táknmálstúlkar RÚV fyrir metnaðinn og frábæra búninga í kvöld! ✨ Vel gert 🙌#12stig pic.twitter.com/7569sAZ9IS
— Kristín Halla Kristinsdóttir (@KriHalla) February 22, 2025
Einn netverji var þó á því að Bjarni Arason hefði átt að vinna.
Íslenska þjóðin kaus vitlaust i kvöld
— Óliver Gíslason (@oliverdui2) February 22, 2025
Bjarni Arason átti alltaf að vinna þetta #12stig