Sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins í ár er hljómsveitin VÆB sem sigraði með laginu RÓA.
Er því ljóst að ungu strákarnir tveir eru á leiðinni í Eurovision sem fer fram í Basel í Sviss.
Stebbi JAK hafnaði í öðru sæti með lagið Set me free.
Kosningafyrirkomulaginu var öðruvísi í ár en venjulega þar sem það var ekkert einvígi milli tveggja efstu laga kvöldsins. Aðeins var ein símakosning á móti atkvæðum alþjóðlegrar dómnefndar. Símakosningin gilti jafn mikið og alþjóðlega dómnefndin.
VÆB fékk flest stig í símakosningunni og líka hjá alþjóðlegu dómnefndinni.