VÆB vann Söngvakeppnina

Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir mynda hljómsveitina VÆB. Þeir …
Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir mynda hljómsveitina VÆB. Þeir fluttu lagið RÓA Ljósmynd/Mummi

Sig­ur­veg­ari Söngv­akeppni sjón­varps­ins í ár er hljómsveitin VÆB sem sigraði með lag­inu RÓA.

Er því ljóst að ungu strákarnir tveir eru á leiðinni í Eurovision sem fer fram í Basel í Sviss.

Stebbi JAK hafnaði í öðru sæti með lagið Set me free.

Kosn­inga­fyr­ir­komu­lag­inu var öðruvísi í ár en venjulega þar sem það var ekk­ert ein­vígi milli tveggja efstu laga kvölds­ins. Aðeins var ein síma­kosn­ing á móti at­kvæðum alþjóðlegr­ar dóm­nefnd­ar. Símakosningin gilti jafn mikið og alþjóðlega dómnefndin.

VÆB fékk flest stig í símakosningunni og líka hjá alþjóðlegu dómnefndinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert