Vilja skýrslu ráðherra um Reykjavíkurflugvöll

Margumbeðnar trjáfellingar eru loks hafnar í Öskjuhlíð.
Margumbeðnar trjáfellingar eru loks hafnar í Öskjuhlíð. mbl.is/Karítas

Fram er komin á Alþingi beiðni til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um skýrslu um framkvæmd Samgöngustofu við lokun austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar og um viðbrögð Reykjavíkurborgar við erindum stofnunarinnar, m.a. með tilliti til meginreglna stjórnsýsluréttar.

Er ráðherra m.a. spurður um hvort verklag Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Isavia í aðdraganda lokunarinnar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti.

Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins standa að skýrslubeiðninni, en fyrsti flutningsmaður málsins er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Spurt hvort borgin hafi fylgt skipulagsreglum

Þess er óskað að í skýrslunni verði fjallað um samskipti Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu, Isavia og eftir atvikum annarra aðila í aðdraganda lokunar flugbrautarinnar sem og tímalínu málsins frá undirritun samkomulags ríkisins og Reykjavíkurborgar frá árinu 2013 um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli.

Einnig er óskað umfjöllunar um verklag og verklagsreglur Samgöngustofu og Isavia við lokun flugbrauta og hvort Reykjavíkurborg hafi fylgt skipulagsreglum um Reykjavíkurflugvöll frá árinu 2009.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert