Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli þar sem koma þurfti slösuðum manni til bjargar í Heiðmörk. Tveir slökkviliðsmenn á sexhjóli sinntu verkefninu. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti í heildina 75 útköllum á sjúkrabíl síðasta sólarhringinn og voru nítján þeirra á forgangi.
Dælubílar voru boðaðir í tvö útköll. Annað þeirra var til aðstoðar við sjúkrabíl en það getur komið fyrir að sjúkrabílar þarfnist frekari aðstoðar þegar aðstæður eru erfiðar og þröngar.