Hin árlega konudagsmessa verður haldin í Vídalínskirkju í dag, sunnudaginn 23. febrúar klukkan 11 og er beint streymi frá messunni hér á mbl.is.
Streymið er í samstarfi við Vídalínskirkju sem fagnar konudeginum með hátíðarguðsþjónustu þar sem konur verða í flestum hlutverkum. Messan er hin glæsilegasta í alla staði.
Sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Matthildur Bjarnadóttir þjóna fyrir altari og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytur ávarp.
Sigríður Beinteinsdóttir og Gospelkór Jóns Vídalíns syngja. Tónlistarstjórn og undirleikur er í höndum Ingvars Alfreðssonar og Pétur Valgarð Pétursson leikur á gítar.