Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann fyrr í dag og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Í ljós kom að maðurinn var vopnaður, með hníf og kylfu í fórum sínum. Einn þriggja farþega reyndist enn fremur hafa á sér heimatilbúnar sprengjur.
Verða þeir báðir kærðir fyrir brot á vopnalögum.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, sem stöðvaði för mannanna í Breiðholti um hádegisbilið.