Norðmenn hafa komið böndum á yfirkeyrslu verkefna á vegum hins opinbera og náð henni niður um tugi prósentustiga síðan ákveðið var að taka skipulega á vandamálinu fyrir nokkrum árum.
Þetta kom fram í máli Ingvild Melvær Hanssen, sérfræðings í norska fjármálaráðuneytinu, á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands um risaframkvæmdir og mikilvægi vandaðrar verkefnastjórnsýslu, sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica á fimmtudaginn.
Frá árinu 2017, þegar Norðmenn gripu til aðgerða vegna aukins kostnaðar á fyrri stigum verkefna, hefur yfirkeyrsla á því stigi dregist saman um 37 prósentustig.
Norska verkefnamódelið gerir ráð fyrir að verkefni fari í gegnum eins konar sannreyningu gæða á tveimur stigum, QA1 og QA2 (QA=Quality Assurance). Að loknu QA1 fara verkefni fyrir ríkisstjórn til samþykktar og að loknu QA2 fara þau fyrir þingið.
Kostnaðaraukning verkefna sem lauk fyrir 2017 var að meðaltali um 40% samkvæmt Hanssen en þá var meðal annars gripið til eftirfarandi aðgerða:
Ekki er mjög mörgum verkefnum lokið eftir að gripið var til aðgerðanna, en þó má greina mikinn árangur eða aðeins 3% yfirkeyrslu kostnaðar verkefna á fyrri stigum.
Hanssen sagði þó að pólitískar ákvarðanir um niðurskurð innan ákveðinna verkefna hefðu verið heppilegar fyrir samanburðinn en stóra málið sé samt sem áður að ekki sjáist lengur mjög mikil yfirkeyrsla á kostnaði einstakra verkefna.
Um aldamótin var starfshópur settur á laggirnar þvert á ráðuneyti til að að vega og meta 11 mismunandi verkefni. Ráðuneytin sem komu að voru samgöngu-, varnarmála-, vinnumála- og fjármálaráðuneyti.
Ríkisendurskoðun Noregs hafði m.a. vakið máls á yfirkeyrslu stórra verkefna frá árinu 1990.
Helstu áskoranir samkvæmt vinnu starfshópsins voru:
Starfshópurinn mælti m.a. með að gerð yrði krafa um að sannreyning gæða þyrfti samþykki þingsins og í kjölfarið var farið í frekari aðgerðir til að bæta innviðastjórnun.
Námi var til að mynda hleypt af stokkunum við Vísinda- og tækniháskóla Noregs sem snýr að sjálfstæðum rannsóknaráætlunum og hæfni byggð upp í ráðuneytunum.
Ingvild Melvær Hanssen sagði í erindi sínu mikla fjárfestingu eiga sér stað í opinberum framkvæmdum í Noregi. Töluvert yfir meðaltali OECD og á flestum tímum meiri en í öðrum norrænum ríkjum.
Norska verkefnamódelið snúi annars vegar að því að finna rétta verkefnið til að leysa vandamálið og hins vegar að því að innleiða verkefnið með góðum árangri.