Þekktur þjófur lenti í átökum við öryggisverði í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Komst hann undan áður en lögregla mætti á vettvang.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Fyrr í dag barst lögreglunni tilkynning um að þjófur væri í átökum öryggisverði í matvöruverslun. Þegar lögreglan bar að garði hafði þjófurinn þó náð að komast undan öryggisvörðunum, en þeir munu þó kannast við manninn af fyrri kynnum.
Lögreglustöð 4 sá um útkallið og gerðist þetta því í Grafarvogi, Mosfellsbæ eða í Árbænum. Ekki er tekið fram nákvæmlega hvar atvikið átti sér stað.
Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni.