Vara við 40 m/s hviðum þvert á vegi

Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 12 á hádegi í dag.
Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 12 á hádegi í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við vindhviðum allt að 40 m/s.

„Á undan skilum lægðar sem ganga yfir mun í Öræfum, við Hof og Sandfell gera snarpt austan óveður nú á milli kl. 10 og 13. Með skeinuhættum hviðum þvert á veg, allt að 40 m/s,“ segir í tilkynningu.

Lægð úr suðri stjórnar veðri

Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í morgun kom fram að lægð sem nálg­ast hafi landið sunn­an úr hafi í nótt muni stýra veðrinu í dag og á morg­un.

Geng­ur í aust­an og norðaust­an 10-18 m/​s með rign­ingu víða um land. Slydda eða snjó­koma í innsveit­um og á heiðum á norður­hluta lands­ins.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert