Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um „aðila sem var víðáttuölvaður og til ama í miðbænum“. Kemur þetta fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni hennar á tímabilinu frá klukkan fimm í morgun til fimm síðdegis í dag.
Var sá víðáttuölvaði fluttur á lögreglustöð og hugðist lögregla gera tilraun til að koma honum til síns heima. Er farið var að grafast fyrir um persónu hins ölvaða og fletta honum upp í kerfum lögreglu reyndist hann eftirlýstur vegna líkamsárásar og var því vistaður í fangageymslu þar til unnt verður að taka af honum skýrslu fyrir vímuástandi.
Eftir því sem lögregla greinir frá er þetta sá eini sem gistir fangageymslur hennar um þessar mundir.