Viðhaldi vegna vestra verði sinnt

Frá Patreksfirði. Vegamálin eru í brennidepli vestra.
Frá Patreksfirði. Vegamálin eru í brennidepli vestra. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þungatakmarkanir á vegum á vestanverðu landinu hamla flutningum og núverandi ástand í samgöngumálum þar gæti orðið viðvarandi.

Þetta segir í ályktun bæjarstjórnar Vesturbyggðar, þar sem lýst er miklum áhyggjum af ástandi og viðhaldsleysi vega þar um slóðir.

Takmarkanir á þunga bíla hamla flutningi á vörum og þjónustu, sem leiðir til aukins kostnaðar fyrir fyrirtæki og skerðir samkeppnishæfni þeirra, segir í ályktunni þar sem stjórnvöld eru hvött til úrbóta.

Nauðsynlegt sé að forgangsraða endurbótum á vegakerfi Vestfjarða og Vesturlands. Einnig að tryggja fjármagn til reglubundins viðhalds og uppbyggingar á vegum.

„Samgöngur hafa löngum verið erfiðar á Vestfjörðum og sú staða sem nú er komin upp er með öllu óásættanleg. Slæmar samgöngur draga úr aðdráttarafli Vestfjarða fyrir ný fyrirtæki og fjárfestingu, en góðar samgöngur eru lykilatriði fyrir efnahagslega uppbyggingu og þróun atvinnulífs.”

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert