Guðrún Hafsteinsdóttir segir að hún hafi verið mótfallin inngöngu í Evrópusambandið þrátt fyrir að hún hafi barist fyrir því að aðildarviðræðum yrði ekki hætt árið 2014.
Þetta er rifjað upp og rætt í nýju viðtali á vettvangi Spursmála.
Guðrún var kjörin formaður Samtaka iðnaðarins árið 2014 og fylgdi í kjölfarið eftir ályktun samtakanna um að ekki skyldi hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Þetta var á þeim tíma þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafði starfað í tæpt ár og hafði á stefnuskrá sinni að Ísland skyldi ekki ganga í Evrópusambandið. Sneri sú stjórn við þeirri ákvörðun ríkisstjórnar VG og Samfylkingar.
Guðrún segist alfarið andsnúin inngöngu Íslands í Evrópusambandið, meðal annars vegna þess hversu bágborið ástand efnahagsmála er í álfunni.
Orðaskiptin um þetta mál má sjá í spilaranum hér að ofan.
Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni hér að neðan: