Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn felldu nýgerðan kjarasamning sinn við Samband íslenskra sveitarfélaga. Greint var frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar á vef Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í dag.
Samningurinn var felldur með 52,65% atkvæða. Á kjörskrá voru 324 og 245 greiddu atkvæði eða samtals 75,6% félagsmanna.