Fyrirtaka í menningarnæturmálinu svokallaða þar 16 ára piltur er ákærður fyrir að hafa orðið Bryndísi Klöru Birgisdóttir að bana og hafa stungið tvö önnur ungmenni á Menningarnótt verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.
Þetta staðfestir Dagmar Ösp Pétursdóttir saksóknari í samtali við mbl.is en þinghald er lokað. Hún segir að við fyrirtöku málsins muni verjandi piltsins leggja fram greinargerð. Hún reiknar með á morgun verði ákveðið hvenær aðalmeðferð málsins fari fram.
Pilturinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 25. ágúst og rennur gæsluvarðhaldsúrskurðurinn út næstkomandi föstudag.
Rannsókn lögreglunnar á málinu lauk í lok nóvember og var pilturinn í kjölfarið ákærður fyrir að hafa orðið Bryndísi Klöru að bana og hafa sært tvö önnur ungmenni.
RÚV greindi frá því í síðustu viku að pilturinn hafi haft ítrekuð samskipti við lykilvitni málsins, sem jafnframt er einn brotaþola og fyrrverandi kærasta ákærða.
RÚV hefur heimildir fyrir því að ákærði hafi verið í samskiptum við brotaþolanna og vitnið síðan fyrir áramót þátt fyrir gæsluvarðhaldið og hafi auk þess verið virkur á samfélagsmiðlum.