Grunaður um þjófnað úr bifreiðum

Fjórir gista í fangaklefa nú í morgunsárið.
Fjórir gista í fangaklefa nú í morgunsárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem sást fara inn í bifreiðar. Hann var handtekinn á vettvangi og er grunaður um þjófnað. Hann reyndist ekki í skýrsluhæfu ástandi og var því vistaður í fangaklefa þar til ástand hans batnar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. 76 mál eru bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu og gista fjórir í fangaklefa.

Lögreglustöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ fékk tilkynningu um flugeldasprengingar og þá voru þrír ökumenn handteknir grunaðir um ölvun við akstur í miðborginni auk þess sem einn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert