Lægð við austurströndina beinir norðanátt yfir landið í dag, á bilinu 8-13 m/s. Víða verður snjókoma eða slydda með köflum en þurrt verður að kalla sunnanlands. Það kólnar með norðanáttinni og það frystir smám saman á landinu.
Á morgun verða suðvestan 5-13 m/s og él en yfirleitt þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig og verður kaldast norðaustan til.