Vék eftir árás drengjanna

Stúlkan var tólf ára þegar ráðist var á hana á …
Stúlkan var tólf ára þegar ráðist var á hana á lóð Breiðagerðisskóla. Hún mun glíma við afleiðingar árásarinnar alla ævi. Öðrum drengjanna var vikið úr skóla í viku. mbl.is/Ólafur Árdal

„Ég get ekki ímyndað mér sársaukann sem hún fór í gegnum,“ segir faðir stúlku sem lenti í hrottafengnu ofbeldi á skólalóð Breiðagerðisskóla í október árið 2023, þegar tveir drengir réðust á hana með stíflueyði.

Þangað höfðu þeir narrað hana þá um kvöldið.

Stúlkan, sem þá var tólf ára, særðist alvarlega og glímir enn við afleiðingarnar, sem raunar munu fylgja henni alla ævi. Ætandi efni fór upp í munn hennar og í auga.

Aðeins heppni og rétt viðbragð stúlkunnar og þeirra sem veittu henni aðhlynningu varð til þess að hún missti ekki sjónina.

Fullorðið fólk hefði ekki sætt sig við viðbrögðin

Annar drengurinn var skólabróðir stúlkunnar. Honum var vikið úr skóla í viku eftir að foreldrar hennar fóru fram á það. Stúlkan hafði þá misst þrjár vikur úr skóla vegna árásarinnar.

Faðir hennar, Máni Eskur Bjarnason, segir úrræðaleysi hafa einkennt viðbrögð skólayfirvalda. Kerfið sé einfaldlega lens þegar svona mál koma upp.

Að lokum tóku foreldrarnir dóttur sína úr skólanum þegar í ljós kom að annar drengurinn sem réðst á dóttur þeirra, og var ekki í sama skóla, væri farinn að sækja skólalóðina á skólatíma.

„Gerendur – þeirra bíða engar afleiðingar. Þeir þurfa ekki að díla við neitt. Samfélagið virðist bara ekki geta áttað sig á því að börn geta beitt önnur börn hrottalegu ofbeldi,“ segir Máni.

Bendir hann á að fullorðið fólk hefði ekki sætt sig við þau viðbrögð sem dóttir hans fékk. „En við virðumst einhvern veginn ætla að bjóða börnunum okkar upp á þetta.“

Máni segir að sér hafi snerist hugur í kjölfar umfjöllunar …
Máni segir að sér hafi snerist hugur í kjölfar umfjöllunar mbl.is um ofbeldi í Breiðholtsskóla og viðbrögð skólakerfisins í kjölfarið.

Snerist hugur

Árásin rataði í fjölmiðla á sínum tíma en Máni segir foreldrana þó ekki hafa viljað veita viðtöl í kjölfarið.

„Þetta er erfitt og þungt mál,“ segir Máni í dag.

Það var enda ekki fyrr en núna, tæpu einu og hálfu ári síðar, sem honum snerist hugur eftir að hafa lesið umfjallanir mbl.is og Morgunblaðsins um ofbeldi meðal grunnskólabarna í Breiðholtsskóla og baráttu foreldra við kerfið sem brást aldrei almennilega við.

Þá voru það ekki síður viðbrögð menntayfirvalda undanfarnar vikur sem urðu til þess að Máni ákvað að stíga fram og segja sögu dóttur sinnar, viðbrögð sem hann segir hafa skort auðmýkt.

Mun ítarlegri umfjöllun er að finna á síðum 10-11 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert