Það verður suðvestlæg eða breytileg átt á landinu í dag, 5-13 m/s. Búast má við smá snjókomu en sunnan- og vestanlands verður éljagangur síðdegis. Það birtir hins vegar til um landið norðaustanvert. Hitinn verður um eða undir frostmarki.
Á morgun verða víða él en úrkomuminna verður norðanlands. Frost verður á bilinu 0 til 7 stig.
Á föstudaginn gæti orðið leiðindaveður er spáð er stormi víða um land með hita frá 2-9 stig. Seinni partinn kólnar í veðri með éljum um sunnan- og vestanvert landið.