Fjölmennur fundur um flugvöllinn

Viðbúnaður var um helgina er lokið var við að fella …
Viðbúnaður var um helgina er lokið var við að fella um 500 tré í aðflugsstefnu að Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Ólafur Árdal

Eftir að felld voru um 500 tré í Öskjuhlíð um helgina, sem hindrað hafa flug til og frá austur/vestur-flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli, var í gær efnt til fjarfundar Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu, Isavia og tíu bæjar- og sveitarstjóra.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var farið yfir stöðuna og mun Samgöngustofa taka ákvörðun í framhaldi af úttekt Isavia, um hvort óhætt sé að opna flugbrautina eftir þennan áfanga í trjáfellingunum.

Eins og fram hefur komið hafa tíu sveitarstjórnir sameiginlega mótmælt lokun flugbrautarinnar þar sem það er litið mjög alvarlegum augum að henni hafi verið lokað.

Aðdraganda málsins má rekja til þess að kröfum og ábendingu Isavia og Samgöngustofu til Reykjavíkurborgar um að fella tré í flugstefnu hafði ekki verið sinnt og á miðnætti þann 8. febrúar var austur/vestur-flugbrautinni lokað samkvæmt tilskipun Samgöngustofu.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair sagði við það tilefni ekki ásættanlegt að þessi staða væri komin upp, því að flugvöllurinn væri mjög mikilvægur hluti af innviðum þjóðarinnar hvað varðar innanlandsflug og sjúkraflug.

Nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert