Funda enn í Karphúsinu: „Á viðkvæmu stigi“

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, í Karphúsinu í dag.
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, í Karphúsinu í dag. mbl.is/Hákon

Fundur samninganefnda kennara, ríkis og sveitarfélaga stendur enn í Karphúsinu og mun að öllum líkindum standa fram eftir kvöldi.

Þetta upplýsir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari boðaði samninganefndirnar á fundinn klukkan 15 í dag.

Að sögn Magnúsar eru viðræðurnar „á viðkvæmu stigi“ en gat hann ekki gefið upp nánari upplýsingar að svo stöddu.

„Ekki langt í land“

Greint var frá fyrr í dag að afstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga til innanhústillögu ríkissáttasemjara hafi ekki breyst og að samninganefndin myndi ganga til fundarins í dag með það að uppsagnarákvæði standi enn í vegi fyrir því að hægt sé að ljúka gerð kjarasamnings við kennara. 

Inga Rún Ólafs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (SÍS), úti­lok­aði þó ekki að gengið yrði að ein­hvers kon­ar for­sendu­ákvæði í kjara­samn­ingnum.

„Það hafa verið sam­töl um helg­ina en það er svosem ekk­ert nýtt í þessu. Ég vona að við get­um hist í dag og farið að reyna að greiða úr þessu. Það er ekki langt í land. Það þarf bara að klára þetta núna. Það er ekk­ert annað í boði,“ sagði Inga í sam­tali við mbl.is fyrr í dag.

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samn­inga­nefnd­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, mætir til …
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samn­inga­nefnd­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, mætir til fundar í dag. mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert