Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 11. og 12. apríl í Stúdíó Fossaleyni í Grafarvogi.
Þetta kemur fram í tilkynningu til flokksmanna.
Þar kemur jafnframt fram að kosning landsfundarfulltrúa fari fram innan aðildarfélaganna 10. - 20. mars og að allir félagar í Samfylkingunni og aðildarfélögum hennar geti óskað eftir sæti á landsfundi með málfrelsi og tillögurétti.