Samið í kjaradeilu kennara

Kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga er lokið. Búið er að undirrita samninga. 

Samningarnir voru undirritaðir rétt í þessu af samninganefndum kennara og sveitarfélaga og er nú verið að bjóða upp á vöfflur í Karphúsinu líkt og hefð er fyrir þegar samningar hafa verið undirritaðir. 

Öllum fyrirhuguðum verkföllum hefur verið aflýst með undirritun samningana. 

Breytingar voru gerðar á forsenduákvæði sem styr hafði staðið um en þær breytingar munu meðal annars fela í sér skipun forsendunefndar sem geti greitt úr deilum sem kunna að koma upp á samningstímanum. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára.

Vöfflurnar í undirbúningi í Karphúsinu fyrir nokkrum mínútum.
Vöfflurnar í undirbúningi í Karphúsinu fyrir nokkrum mínútum. mbl.is/Árni Sæberg

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjara kvaðst vera sáttur við samningana eftir langa fæðingu. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, kvaðst vera stoltur af þeirri vinnu sem kennarar hefðu skilað í kjarasamningunum og ánægjulegt væri að öll aðildarfélög Kennarasambandsins hefðu skrifað undir samninginn.

 Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert