Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna, 2025 voru opinberaðar fyrr í dag. Kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks hlýtur flestar tilnefningar eða 13 talsins. Hún er meðal annars tilnefnd sem mynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku, tónlist, leikmynd, búninga og leik.
Næstflestar tilnefningar hlýtur kvikmyndin Ljósbrot í leiktjórn Rúnars Rúnarssonar eða 12 samtals. Myndin er meðal annars tilnefnd sem mynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, klippingu og leik. Þar á eftir kemur kvikmyndin Ljósvíkingar með samtals níu tilnefningar. Hún er meðal annars tilnefnd sem mynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit og tónlist.
Í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni (ÍKSA) kemur fram að verðlaunin hafi verið veitt árlega af frá árinu 1999. „Á síðasta ári voru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin aðskilin og Edduverðlaunin veitt í fyrsta sinn fyrir kvikmyndaverk eingöngu. ÍKSA sér áfram um Edduverðlaunin, þar sem eingöngu er verðlaunað fyrir kvikmyndaverk. ÍKSA á ekki aðkomu að fyrirhuguðum sjónvarpsverðlaunum, sem nýlega voru kynnt.
Á Eddunni 2025 verða veitt samtals 20 verðlaun til kvikmyndaverka sem frumsýnd voru á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024. Þá verða heiðursverðlaun ÍKSA veitt, ásamt því að erlend kvikmynd ársins verður verðlaunuð sem og uppgötvun ársins en þau verðlaun fær einstaklingur sem ekki hefur hlotið tilnefningu áður í viðkomandi fagverðlaunaflokki en hefur vakið sérstaka athygli fyrir framúrskarandi framlag á árinu.
Alls bárust 72 verk og 129 innsendingar til fagverðlauna að þessu sinni. Fyrstu sex flokkarnir hér að neðan teljast til aðalflokka og síðan taka fagverðlaunin við. Að sögn skipuleggjenda var met slegið í innsendum verkum í ár „en aukningin frá því í fyrra er rúm 80%,“ segir í tilkynningu.
Heimildamyndir voru 18, heimildastuttmyndir 11, kvikmyndir í fullri lengd 9, stuttmyndir 26 og erlendar kvikmyndir 8.
40 einstaklingar sátu í átta valnefndum fyrir hina 20 verðlaunaflokka. Meðlimir ÍKSA munu kjósa um tilnefningarnar og stendur kosning frá 1. mars til.17. mars. KPMG hefur yfirumsjón með kosningu og talningu atkvæða. Edduverðlaunin verða afhent 26. mars í beinni útsendingu á RÚV.
Tilnefningarnar eru sem hér segir:
Barna- og unglingaefni ársins
Erlend kvikmynd ársins
Heimildamynd ársins
Heimildastuttmynd ársins
Kvikmynd ársins
Stuttmynd ársins
Brellur ársins
Búningar ársins
Gervi ársins
Handrit ársins
Hljóð ársins
Klipping ársins
Kvikmyndataka ársins
Leikari ársins í aðalhlutverki
Leikari ársins í aukahlutverki
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Leikkona ársins í aukahlutverki
Leikmynd ársins
Leikstjóri árins
Tónlist ársins