Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að vonast sé til að kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga gæti lokið í kvöld.
Þetta upplýsir Ástráður við mbl.is
„Það er enn þá í gangi samningafundur og við erum svona jafnvel að vonast til þess að við getum lokið þessu.“
Í kvöld þá?
„Já, en það er ekki alveg komið á hreint.“
Ástráður boðaðið til samningafundarins í Karphúsinu klukkan 15 í dag.