Aðalmeðferð í menningarnæturmáli í apríl

Aðalmeðferð í málinu fer fram 2. – 4. apríl.
Aðalmeðferð í málinu fer fram 2. – 4. apríl. mbl.is/Ólafur Árdal

Aðalmeðferð í svokölluðu menningarnæturmáli, þar sem sex­tán ára pilt­ur er ákærður fyr­ir stungu­árás sem varð Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og særði tvö önn­ur ung­menni á menningarnótt, fer fram 2. – 4. apríl.

Þetta segir Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður piltsins, í samtali við mbl.is.

Þinghald er lokað með ákvörðun dómara og sökum þess getur Guðmundur ekki upplýst frekar um efnisatriði málsins að svo stöddu, en fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Pilt­ur­inn hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi síðan 25. ág­úst en gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður­inn rennur út næsta föstu­dag.

Rann­sókn lög­regl­u lauk í lok nóv­em­ber og var pilt­ur­inn þá ákærður fyr­ir að hafa orðið Bryn­dísi Klöru að bana og sært tvö önn­ur ung­menni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert