Áfram éljagangur sunnan heiða

Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi.
Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi. Kort/Veðurstofa Íslands

Það verður suðvestlæg átt, víða 3-10 m/s og él en þurrt að mestu á Norðausturlandi. Frost verður á bilinu 0 til 7 stig.

Á morgun er spáð svipuðu veðri. Það verða él eða slydduél en þurrt um landið norðaustanvert. Hitinn verður í kringum frostmark. Annað kvöld nálgast lægð landið og það verður vaxandi suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestalands og veður fer hlýnandi.

Á föstudaginn er spáð leiðindaveðri en þá er spáð sunnan 15-23 m/s með rigningu en úrkomuminna verður norðaustanlands. Hitinn verður 2 til 9 stig. Það kólnar síðdegis  um sunnan- og vestanvert landið með éljum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert