Varðberg – samtök um vestræna samvinnu og utanríkisráðuneytið standa fyrir opnu málþingi um öryggis- og varnarmál á viðsjárverðum tímum.
Öryggisumhverfið hefur gjörbreyst á skömmum tíma og ríki Evrópu standa nú frammi fyrir því að þurfa að stórauka framlög til öryggis- og varnarmála og hraða enn frekar uppbyggingu á herafla og getu. Á málþinginu ræða þrjár konur sem farið hafa fyrir málaflokknum helstu áskoranir í alþjóðamálum, hvernig tryggja megi öryggi og varnir Íslands með þátttöku í fjölþjóðlegu og svæðisbundnu samstarfi og hvernig byggja megi upp þekkingu og getu á sviði öryggis- og varnarmála hér á landi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra flytur opnunarávarp á fundinum og situr í kjölfarið í pallborði ásamt ferverum sínum í starfi, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Stjórnandi umræðu er Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands og Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, er fundarstjóri.
Málþingið fer fram á íslensku í Norræna húsinu frá kl.16-17.
Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir en beint streymi er að finna hér.