Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og hæstaréttarlögmaður, hyggst gefa kost á sér til embættis varaformanns flokksins á komandi landsfundi.
Hún gerði grein fyrir ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum rétt í þessu.
Diljá hefur legið undir feldi undanfarið og brætt það með sér hvort hún hyggist bjóða sig fram til varaformanns. Hún hefur verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2021 og var 4. varaforseti Alþingis á árunum 2021 til 2023.
Diljá hefur boðað til fundar í Sykursalnum í Grósku í kvöld þar sem hún segist vilja hitta fólkið og hita upp fyrir landsfund.
Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og þingmaður, hefur einnig gefið kost á sér í embættið.
„Heimurinn er að breytast hratt fyrir augum okkar og í því felast bæði áskoranir og mikil tækifæri. Grunngildi Sjálfstæðisflokksins, frelsi, samkennd og sköpunarkraftur hafa gert Ísland að því landi sem við elskum. Sjáflstæðisflokkurinn stendur á krossgötum. Við þurfum að sjá til þess að þessi gildi haldi áfram – að skapa tækifæri og samfélag þar sem allir geta blómstrað,“ segir Diljá í myndskeiði á Instagram þar sem hún kynnti framboðið.
Kynslóðarnir á undan okkur byggðu upp samfélag af dugnaði, metnaði og framsýni. Nú er það okkar verkefni að halda verkefninu áfram fyrir komandi kynslóðir.“
Diljá kveðst þekkja flokkinn út og inn og vill leggja sitt af mörgum til þess að efla starfið, hlusta á raddir flokksmanna og tryggja að Sjálfstæðiflokkurinn verði áfram burðarás í íslensku samfélagi.
Fréttin hefur verið uppfærð.