Vara við veðri aðfaranótt föstudags

Vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan fimm um morgun á föstudag.
Vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan fimm um morgun á föstudag. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir fimmtudagskvöld og aðfaranótt föstudags, og föstudagsmorgun.

Viðvaranir taka ýmist gildi klukkan ellefu fimmtudagskvöld eða á miðnætti. Verða þær á miðhálendinu og um vestan- norðvestanvert landið.

Við Breiðafjörð verður sunnan og suðaustan hvassviðri eða stormur, 18-25 m/s. Hvassast verður á Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum, Ströndum og á Norðurlandi vestra verður suðaustan hvassviðri, 15-20 m/s og snjókoma. Búast má við skafrenningi og lélegu skyggni.

Á miðhálendinu verður suðaustan stormur, 18-25 m/s og snjókoma.

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert