Ákærður fyrir manndráp eftir að hafa týnst í kerfinu

Samkvæmt heimildum mbl.is var það skilningur heilbrigðisstarfsfólks af geðsviði Landspítala …
Samkvæmt heimildum mbl.is var það skilningur heilbrigðisstarfsfólks af geðsviði Landspítala að Alfreð hefði verið útskrifaður í hendur geðheilbrigðisteymis Austurlands. Ljósmynd/Colourbox

Hvorki geðsvið Land­spít­ala né geðheilsu­teymi Heil­brigðis­stofn­un­ar Aust­ur­lands (HSA) kann­ast við að hafa haft það á sinni könnu að sinna eft­ir­fylgni og meðferð Al­freðs Erl­ings Þórðar­son­ar eft­ir að hann var út­skrifaður úr nauðung­ar­vist­un af geðsviði Land­spít­ala í júní í fyrra.

Al­freð var dæmd­ur til 12 vikna nauðung­ar­vist­un­ar í maí á síðasta ári í kjöl­far of­beld­is­hegðunar sem tal­in er tengj­ast geðrofi hans en var út­skrifaður tveim­ur vik­um síðar án þess að þiggja meðferð.

Al­freð er ákærður fyr­ir að hafa orðið eldri hjón­um að bana í Nes­kaupstað í ág­úst í fyrra. Verknaður­inn var fram­inn inn­an þess 12 vikna tíma­bils sem hann var úr­sk­urðaður í nauðung­ar­vist­un en slík­ur úr­sk­urður fell­ur úr gildi við út­skrift. Var hann án meðferðar eða eft­ir­fylgni þegar morðin voru fram­in. Var það þrátt fyr­ir að í geðmati við nauðung­ar­vist­un hafi hann verið sagður mögu­lega hættu­leg­ur sjálf­um sér og öðrum.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var það skiln­ing­ur heil­brigðis­starfs­fólks á geðsviði Land­spít­ala að Al­freð hefði verið út­skrifaður í hend­ur geðheilsu­teym­is Aust­ur­lands og að eft­ir­fylgni væri í hönd­um þeirr­ar stofn­un­ar. Hins veg­ar kann­ast eng­inn við slík sam­skipti hjá HSA.

Klikk­ar of oft 

Sig­ur­lín Hrund Kjart­ans­dótt­ir, teym­is­stjóri geðheilsu­teym­is HSA, seg­ir mörg til­felli um að kerfi Land­spít­ala og HSA tali ekki sam­an.

Þannig viti þau „oft“ ekki af því þegar skjól­stæðing­ur þaðan er út­skrifaður af geðsviði Land­spít­ala og raun­ar ekki inn­ritaður held­ur.

„Ef ég sendi sjúk­ling með sjúkra­bíl til Reykja­vík­ur þá sé ég ekk­ert um það hvað er gert, hver tal­ar við hann, hvernig matið er fyrr en út­skrift­ar­bréfið er sent. Og það klikk­ar allt of oft,“ seg­ir Sig­ur­lín.

Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í sumar.
Frá lög­regluaðgerðum í Nes­kaupstað í sum­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Hefði verið van­hæf­ur

Sig­ur­lín seg­ist ekki geta tjáð sig um mál ein­stakra ein­stak­linga, í þessu til­felli Al­freðs Erl­ings. Enn síður þar sem hann var aldrei í þjón­ustu inn­an geðheilsu­teym­is HSA.

Það sést meðal ann­ars á því að geðlækn­ir­inn sem er með samn­ing við HSA, Krist­inn Tóm­as­son, gerði geðmatið og bar vitni fyr­ir dómi. Aðkoma hans að mál­inu á fyrri stig­um hefði gert hann van­hæf­an til þess.

Al­freð dvaldi á hót­el­her­bergi á Reyðarf­irði sem hon­um var út­vegað af fé­lagsþjón­ust­unni í Fjarðabyggð eft­ir að aust­ur var komið. Að öðru leyti var hann í reiðileysi þar til að voðaverk­inu kom þann 21. ág­úst þegar hjón­in voru myrt með hamri á heim­ili sínu í Nes­kaupstað.

Sjá eng­in sjúkra­gögn frá Land­spít­ala 

„Stund­um send­ir viðkom­andi stofn­un ra­f­rænt út­skrift­ar­bréf sem fer á heilsu­gæslu lög­heim­il­is, yf­ir­leitt til yf­ir­lækn­is sem fer yfir það. En oft er bara ekk­ert bréf sent. Þá veit kerfið á svæðinu ekki af því að ein­stak­ling­ur­inn er út­skrifaður,“ seg­ir Sig­ur­lín.

„Stund­um veit kerfið ekki einu sinni af því að hann er innskrifaður. Við sjá­um sjúkra­gögn frá SAk [Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri] í okk­ar kerfi en við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði Land­spít­al­ans,“ seg­ir Sig­ur­lín.

„Sjúkra­kerfið er svo flókið, það eru marg­ar út­gáf­ur í gangi. Það er verið að reyna að sam­ræma þær og opna þær en í dag sé ég ekki hvort skjól­stæðing­ur frá mér hafi farið t.d. í bráðainn­lögn á BUGL og verið út­skrifaður tveim­ur dög­um síðar, fyrr en það kem­ur bréf um það, sem ger­ist ekki endi­lega í sömu vik­unni.“

Eng­inn veit hvar skjól­stæðing­ur­inn er 

Að sögn henn­ar get­ur sú staða komið upp að ein­stak­lingi sé sleppt út eft­ir nauðung­ar­vist­un án þess að neinn úr kerf­inu viti hvar lög­heim­ilið er. Hvorki fé­lagsþjón­ust­an, heil­brigðis­stofn­un né lög­reglu­yf­ir­völd.

„Þetta verður að laga,“ seg­ir Sig­ur­lín.

„Þegar svo al­var­legt mál er um að ræða, eins og nauðung­ar­vist­un þá ber geðdeild­in sem sæk­ir um nauðung­ar­vist­ina skýra ábyrgð á að vera með viðkom­andi í eft­ir­fylgni. Ef það á að færa þá ábyrgð þarf að gera það með lækna­bréfi eða sam­tali.“

Styttri út­gáfa birt­ist fyrr í dag og hluti viðtals Sig­ur­lín­ar birt­ist í Aust­ur­glugg­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert