Enginn ber ábyrgð

Alfreð Erling er ákærður fyrir að hafa orðið hjónum að …
Alfreð Erling er ákærður fyrir að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað i ágúst á síðasta ári. mbl.is

Hvorki geðsvið Land­spít­ala né geðheilsu­teymi Heil­brigðis­stofn­un­ar Aust­ur­lands (HSA) kann­ast við að hafa haft það á sinni könnu að sinna eft­ir­fylgni og meðferð Al­freðs Erl­ings Þórðar­son­ar eft­ir að hann var út­skrifaður úr nauðung­ar­vist­un af geðsviði Land­spít­ala í júní í fyrra.

Al­freð var dæmd­ur til 12 vikna nauðung­ar­vist­un­ar í maí í kjöl­far of­beld­is­hegðunar sem í geðmati var sögð tengj­ast geðrofi. Hann þáði enga aðstoð og var út­skrifaður tveim­ur vik­um síðar. Al­freð er ákærður fyr­ir að hafa orðið eldri hjón­um að bana í Nes­kaupstað í ág­úst, inn­an þess tíma­bils sem hann var upp­haf­lega úr­sk­urðaður í nauðung­ar­vist­un. Úrsk­urðir um nauðung­ar­vist­un falla úr gildi þegar sjúk­ling­ar út­skrif­ast.

Var Al­freð án meðferðar og eft­ir­fylgni eft­ir nauðung­ar­vist­un­ina þegar morðin voru fram­in. Var það þrátt fyr­ir að í geðmati við nauðung­ar­vist­un hefði hann verið sagður mögu­lega hættu­leg­ur sjálf­um sér og öðrum.

Sig­ur­lín Hrund Kjart­ans­dótt­ir, teym­is­stjóri geðheilsu­teym­is HSA, seg­ir mörg dæmi um að kerfi Land­spít­ala og HSA tali ekki sam­an. Þannig viti þau fyr­ir aust­an „oft“ ekki af því þegar sjúk­ling­ur er út­skrifaður af Land­spít­ala og raun­ar ekki inn­ritaður held­ur.

„Ef ég sendi sjúk­ling með sjúkra­bíl til Reykja­vík­ur þá sé ég ekk­ert um það hvað er gert, hver tal­ar við hann, hvernig matið er, fyrr en út­skrift­ar­bréfið er sent. Og það klikk­ar allt of oft.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert