Enginn ber ábyrgð

Alfreð Erling er ákærður fyrir að hafa orðið hjónum að …
Alfreð Erling er ákærður fyrir að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað i ágúst á síðasta ári. mbl.is

Hvorki geðsvið Landspítala né geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) kannast við að hafa haft það á sinni könnu að sinna eftirfylgni og meðferð Alfreðs Erlings Þórðarsonar eftir að hann var útskrifaður úr nauðungarvistun af geðsviði Landspítala í júní í fyrra.

Alfreð var dæmdur til 12 vikna nauðungarvistunar í maí í kjölfar ofbeldishegðunar sem í geðmati var sögð tengjast geðrofi. Hann þáði enga aðstoð og var útskrifaður tveimur vikum síðar. Alfreð er ákærður fyrir að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst, innan þess tímabils sem hann var upphaflega úrskurðaður í nauðungarvistun. Úrskurðir um nauðungarvistun falla úr gildi þegar sjúklingar útskrifast.

Var Alfreð án meðferðar og eftirfylgni eftir nauðungarvistunina þegar morðin voru framin. Var það þrátt fyrir að í geðmati við nauðungarvistun hefði hann verið sagður mögulega hættulegur sjálfum sér og öðrum.

Sigurlín Hrund Kjartansdóttir, teymisstjóri geðheilsuteymis HSA, segir mörg dæmi um að kerfi Landspítala og HSA tali ekki saman. Þannig viti þau fyrir austan „oft“ ekki af því þegar sjúklingur er útskrifaður af Landspítala og raunar ekki innritaður heldur.

„Ef ég sendi sjúkling með sjúkrabíl til Reykjavíkur þá sé ég ekkert um það hvað er gert, hver talar við hann, hvernig matið er, fyrr en útskriftarbréfið er sent. Og það klikkar allt of oft.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert