Niðurstaða og afurð „með öllu ófullnægjandi“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, seg­ir ástæðuna fyr­ir upp­sögn kjara­samn­inga vegna fé­lags­manna sem vinna á hjúkr­un­ar­heim­il­um vera að niðurstaða hóps sem skipaður var til þess að út­búa til­lög­ur er varða mönn­un á heim­il­un­um hafi verið ófull­nægj­andi. Til­vilj­un sé að kjara­samn­ing­un­um sé sagt upp um leið og kenn­ar­ar und­ir­rita nýja samn­inga.

Þetta seg­ir Sól­veig í sam­tali við mbl.is.

Niðurstaðan með öllu ófull­nægj­andi

„Samn­ing­ur­inn sem við gerðum við Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu í októ­ber á síðasta ári - hann hverfðist um það að ár­ang­ur næðist í vinnu við það að bæta þær aðstæður sem ríkja inni á hjúkr­un­ar­heim­il­un­um og eru til­komn­ar vegna ónógr­ar mönn­un­ar,“ seg­ir Sól­veig og held­ur áfram:

„Bæði er of lítið af starfs­fólki enn við störf og svo er vönt­un á fag­lærðu starfs­fólki sem auðvitað leiðir til þess að Efl­ing­ar­fé­lag­ar, sem eru að stærst­um meiri­hluta kon­ur, eru í raun farn­ar að axla ábyrgð sem ætti með réttu að vera á herðum fag­lærðra ein­stak­linga eins og t.d. hjúkr­un­ar­fræðinga.“

Hún seg­ir fé­lags­menn hafa fylgt í gegn­um kröfu­gerð og viðræðurn­ar þeirri launa­setn­ingu sem þeir sjálf­ir höfðu út­búið og samþykkt á al­menn­um vinnu­markaði.

„En því miður er staðan núna sú að hóp­ur­inn sem skipaður var til þess að fara yfir og út­búa til­lög­ur sem varða mönn­un – niðurstaða hans og sú afurð sem sá hóp­ur skilaði er með öllu ófull­nægj­andi.“

Ekk­ert sem hindr­ar að viðræður gætu haf­ist sam­stund­is

Upp­sagn­ar­á­kvæði er í samn­ingn­um þar sem m.a. seg­ir að sé niðurstaðan ófull­nægj­andi sé hægt að segja upp samn­ing­un­um. Einnig var þar að finna ákvæði um að hægt væri að end­ur­skoða samn­ing­ana 1. apríl en seg­ir Sól­veig að Efl­ing hafi ekki séð ástæðu til þess að bíða. Upp­sögn­in mun svo taka gildi þann 1. maí.

„Þetta var þannig að við get­um í raun­inni sagt samn­ingn­um form­lega upp 1. apríl og þá er hann fall­inn úr gildi 1. maí en við bara ákváðum að til­kynna um þessa niður­stöðu núna.“

Hún seg­ir að nú þegar búið sé að til­kynna viðsemj­end­um og embætti rík­is­sátta­semj­ara um niður­stöðuna standi því ekk­ert til fyr­ir­stöðu að viðræður hefj­ist sam­stund­is.

Í sögu­lega van­metn­um kvenna­störf­um

Hver eru svo næstu skref?

„Á fund­in­um sem við átt­um áðan fór­um við yfir af­stöðu okk­ar. Við til­kynnt­um jafn­framt um það að kröfu­gerðin sem við studd­umst við í gegn­um kjara­samn­ingsviðræðurn­ar – að hún héldi en þó með þeim fyr­ir­vara að nú virðist vera sem svo að ný launa­stefna hafi verið mótuð í samn­ing­um op­in­berra aðila við kenn­ara þannig við mun­um að sjálf­sögðu rýna niður­stöðu þeirra samn­inga mjög vel,“ seg­ir Sól­veig og held­ur áfram:

„Þær mann­eskj­ur sem við erum að gera kjara­samn­inga fyr­ir eru auðvitað í meiri­hluta kon­ur í sögu­lega van­metn­um kvenna­störf­um og ómiss­andi vinnu­afl á ís­lensk­um vinnu­markaði. Þannig að ef það er svo að verið sé að færa viss­um hóp­um um­fram­hækk­an­ir vegna ein­hvers kon­ar sér­stöðu í sam­fé­lag­inu þá er þarna svo sann­ar­lega hóp­ur sem er í vissri sér­stöðu og al­gjör­lega ómiss­andi á mjög lág­um laun­um að vinna mjög erfið störf. Þannig að við mun­um kynna okk­ur mjög vel niður­stöðurn­ar úr samn­ing­un­um við kenn­ar­ana.“

Samn­ing­ar kenn­ara höfðu ekki áhrif

Þannig að það hafði áhrif að kenn­ar­ar hafi samið?

„Nei, það hafði ekki áhrif. Það er í raun bara til­vilj­un að þess­ar tíma­lín­ur leggj­ast svona sam­an vegna þess að þessi hóp­ur átti að skila niður­stöðu 1. fe­brú­ar en vinn­an í hon­um dróst þannig niðurstaðan kom ekki fyrr en 18. fe­brú­ar og svo vor­um við auðvitað hér í samn­inga­nefnd­inni að koma okk­ur sam­an um hvað við vild­um gera þannig þetta er í raun hrein til­vilj­un.

En fyrst að þessi til­vilj­un er kom­in upp þá að sjálf­sögðu mun­um við skoða hvað þetta þýðir fyr­ir okk­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert