Tilkynnt um hræ í hverri viku

Fuglaflensusmit hérlendis hefur mest greinst í grágæsum.
Fuglaflensusmit hérlendis hefur mest greinst í grágæsum. mbl.is/Hari

„Staðan í fuglaflensufaraldrinum hér er að við erum enn að sjá smit í grágæsum, en fugladauði er minni og aðeins örfá hræ sem verið er að tilkynna í hverri viku,“ segir Þóra Jónasdóttir yfirdýralæknir hjá MAST.

„Það er ennþá smit í gangi en smitálagið virðist minna,“ segir Þóra og bendir á að köttur hafi smitast af fuglainflúensu á Austfjörðum þrátt fyrir að ekki hafi verið tilkynnt til Matvælastofnunar um dauða fugla á svæðinu.

„Við teljum líkurnar á smiti hafa minnkað en einhver áhætta er þó til staðar, svo það verður að vera hvers kattareiganda að meta hvort einhver áhætta sé tekin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert