„Við höfum verulegar áhyggjur“

Finnbogi A. Hermannsson, forseti ASÍ.
Finnbogi A. Hermannsson, forseti ASÍ. mbl.is/Karítas

Finn­björn Her­manns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ), seg­ir ljóst að kostnaður­inn af nýj­um samn­ingi rík­is og sveit­ar­fé­laga við kenn­ara sé mik­ill. Áhyggj­ur séu inn­an ASÍ um hvernig sveit­ar­fé­lög­in muni bregðast við.

Þetta seg­ir Finn­björn í sam­tali við mbl.is.

Kostnaður­inn mik­ill

Tek­ur þó for­set­inn fram að hann hafi, enn sem komið er, ein­ung­is séð op­in­ber­ar frétt­ir og þess hátt­ar um samn­ing­inn en ekki samn­ing­inn sjálf­an.

„En miðað við að þarna eru sjö kjara­samn­ing­ar und­ir hjá kenn­ur­un­um og það er mjög mis­jöfn staða á launa­mál­um hjá kenn­ur­um eft­ir kjara­samn­ing­um þá geri ég ráð fyr­ir að þessu sé skipt svo­lítið upp eft­ir samn­ing­um en ég bara veit það ekki. Og svo veit maður ekk­ert hvað þeir eru að leggja á móti inn í þetta,“ seg­ir Finn­björn og held­ur áfram:

„Þannig að ég get ekk­ert tjáð mig í sjálfu sér um samn­ing­inn sem slík­an annað en að kostnaður­inn af hon­um er bara tölu­vert mik­ill og við höf­um veru­leg­ar áhyggj­ur af því hvernig sveit­ar­fé­lög­in ætla að bregðast við.“

Snúa þær áhyggj­ur t.a.m. að því hvort sveit­ar­fé­lög og ríkið muni fara í út­vist­un starfa, þjón­usta verði lak­ari, farið verði í ein­hvers kon­ar gjald­töku eða skatta­hækk­an­ir.

„Þá fyrst fer þetta að bíta á okk­ar fólki.“

Ein­hvers staðar verður að taka pen­inga

Hann ít­rek­ar þó aft­ur að þörf sé á frek­ari upp­lýs­ing­um til þess að geta sagt bet­ur um fram­haldið. Eitt sé þó víst:

„Þetta kost­ar, það ligg­ur al­veg fyr­ir. Ein­hvers staðar verður að taka pen­ing­ana og það var ekki gert ráð fyr­ir þessu í fjár­hags­áætl­un sveit­ar­fé­lag­anna. Þannig þetta er viðbót.

Síðan eig­um við eft­ir að sjá hvernig þetta kem­ur svo til með að líta út þegar þetta fer að rjátla inn á efna­hags­lífið, hvort þetta hafi ein­hver áhrif á verðbólgu. Það vit­um við nátt­úru­lega ekki en það eru bara svo marg­ir óljós­ir þætt­ir enn þá í þessu að það er mjög erfitt að segja eitt­hvað um þetta,“ seg­ir Finn­björn að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert