Maður á fimmtugsaldri sem lenti í alvarlegu vinnuslysi í Vík í Mýrdal í dag er látinn.
Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Tilkynning um alvarlegt vinnuslys barst lögreglu klukkan 13.45 í dag og rannsókn á tildrögum slyssins standa yfir hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi.