Leita leiða til að leysa húsnæðisvanda Hjalla

Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Skólinn rúmast ekki í Skógarhlíðinni og við erum í samvinnu við Hjalla um að finna lausn á þeirra húnsæðisvanda til að tryggja að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti næsta haust.“

Þetta segir Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is.

Neyðar­fund­ur starfs­fólks og for­eldra Hjalla­stefn­unn­ar í Reykja­vík um framtíð skól­ans fór fram í gærkvöld og mik­il samstaða ríkti meðal for­eldra. Bæði barna­skól­inn í Reykja­vík og leik­skól­inn Askja hafa nú verið í bráðabirgðar­hús­næði í þó nokk­urn tíma.

Skilur fyrirvara Hjalla

Borgin er að sögn Steins í samtali við Hjalla um húsnæði sem mögulega kemur til greina en Hjalli er með samning við Reykjavíkurborg eins og aðrir sjálfstætt starfandi skólar.

Spurður um fregnir þess efnis að foreldrar hafi verið hvattir til að flytja börn sín af leikskólanum segist Steinn skilja að Hjalli vilji hafa fyrirvara á sínum áætlunum.

„Ég átti gott samtal við Margréti Pálu í gær um Hjalla og sagði við hana að það væri vilji borgarinnar að vinna með þeim að lausn á vandanum. Ég trúi því að okkur takist það.“

Á hrakhólum

Borgin gerði samkomulag við Hjalla árið 2022 um að finna lausn á húsnæðisvandamálum þeirra og tryggja lausn til framtíðar.

„Þau voru á hrakhólum eftir að þau misstu húsnæði við Nauthólsveg þar sem þau voru með grunnskólann og leikskólann og fluttu þá í Skógarhlíðina.

Strax þá var byrjað að vinna að því að finna þeim framtíðarstað í borginni. Við erum kannski ekki komin nógu langt en framtíðarstaður hefur ekki enn verið negldur niður og við erum bara að skoða lausnir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert