Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti setningarræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú fyrir skömmu og kvaddi um leið.
Flutti hann um klukkustunda ræðu og fór yfir ferilinn og gerði meðal annars stólpagrín að pólitískum andstæðingum sínum. Hlaut hann að lokum dynjandi lófaklapp landsfundagesta.
Á sunnudaginn verður svo kosið um nýja forystu flokksins, en þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru þar í framboði til formanns.