„Maður vex í kringum áfallið“

Ræktin Daníel fór að stunda líkamsrækt eftir að hann missti …
Ræktin Daníel fór að stunda líkamsrækt eftir að hann missti son sinn. Græni dagurinn er haldinn í World Class á Tjarnarvöllum á morgun kl. 8-14.30. Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Þetta er í annað skipti sem við höldum upp á Græna daginn í minningu Jökuls Frosta sonar míns,“ segir Daníel Sæberg Hrólfsson. Hugmyndin með deginum er að safna fjármunum fyrir börn og unglinga í sorg, en allur ágóði rennur til Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs, sem stendur m.a. fyrir samverustundum fyrir ungmenni, sem hafa misst ástvin, og helgardvöl í sumarbúðum.

Hægt er að sjá dagskrána hér að neðan og segist Daníel leggja mikla áherslu á að gleðin ríki á afmælisdegi Jökuls Frosta. „Ég vil hvetja sem flesta til að mæta og vera með okkur.“ Hægt er að styðja málefnið á staðnum eða á graenndagur.is.

Öll skilti tileinkuð Jökli Frosta

Í kvöld frá kl. 20.08 verða öll auglýsingaskilti á höfuðborgarsvæðinu tileinkuð minningu Jökuls Frosta í átta mínútur, því að hann hefði orðið átta ára í ár. Daníel segir að hann hafi viljað minnast sonar síns með þessum hætti og hafi fengið eins mikinn afslátt og mögulegt var auk þess að fá styrk frá fyrirtækjum.

Daníel segir að eftir að hafa lent í svona áfalli verði enginn samur. „Maður vex í kringum áfallið, en kemst aldrei yfir þetta. Það er þó hægt að finna hvað getur hjálpað manni,“ segir hann og bætir við að það sé ástæðan fyrir því að hann vilji minnast sonar síns með þessum hætti. „Ég finn að það hjálpar mér og ég vil líka hjálpa öðrum í sömu sporum.“

Dagskrá Græna dagsins

Tónlistaratriði, m.a. GDRN, Bríet, Prettyboitjokko og Friðrik Dór

Andlitsmálning fyrir börnin

Sala á Grænadagsvörum til að styrkja málefnið

Staðsetning: World Class á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert